4.1 Kaupandi getur ekki gert ábyrgðar- eða skaðabótakröfur umfram skilmála þessa ábyrgðarsamnings.
4.2 Ábyrgðin tekur gildi við undirritun samningsins.
4.3 Samkvæmt framleiðanda þarf að athuga allan búnað sem varðar loftpúða og beltastrekkjara þegar bíllinn er tíu ára. Það gæti þurft að skipta út öllum búnaðinum eða hluta hans eftir þennan tíma.
4.4.Afnotamissir bifreiðar vegna ábyrgðarviðgerðar fæst ekki bættur.
4.5 Ábyrgðin nær ekki til tjónabíla (samkvæmt skilgreiningu reglugerðar um gerð og búnað ökutækja), né heldur megi rekja bilun til tjóns eða árekstrar. Ábyrgðin nær ekki til tjóns sem orsakast af utanaðkomandi hlutum (svo sem steinkasti eða öðrum efnum).
4.6 Sé bifreiðin notuð á óeðlilegan eða ólöglegan hátt eða hún misnotuð, fellur ábyrgðin úr gildi. Sömuleiðis ef bifreiðinni sem ekki má aka utan vegar er ekið á þann hátt.
4.7 Óbeint tjón og/eða útlagður kostnaður eiganda, sem rekja má til galla fellur ekki undir ábyrgð þessa.