NÝTT MARGMIÐLUNARKERFI DACIA

Kynntu þér allar nýju lausnirnar okkar, hannaðar til að gera ferðalögin þín auðveldari og þægilegri.
Touchscreen - Dacia Media Display
Kerfi hönnuð til að veita þér fullkomna akstursupplifun!
Gerðu allar ferðir einfaldari með nýjustu margmiðlunarkerfunum okkar í 10 tommu skjánum og njóttu:
  • Notendavæns viðmóts
  • Tengdra þjónusta
  • Þráðlausrar speglunar snjallsíma
  • Leiðsagnar í rauntíma
  • 3D hljóðkerfis frá Arkamys
  • Appverslunar
 Með nýja Media Nav Live margmiðlunarkerfinu verða ferðir þínar ánægjulegri!
Nýr skjár
Kynntu þér búnað og nýjustu eiginleika nýja margmiðlunarkerfisins.
10” screen - Dacia New Media Display
10” skjár
Farðu af stað með Media Display, 10" skjáinn þinn. Þú getur stjórnað allri tækni í bílnum þínum og ekið með hugarró þökk sé notendavænu Android 12 viðmóti.
Connected services - Dacia New Media Display
Tengd þjónusta
Hvort sem þú ert inni í ökutækinu eða tengdur fjarstýrt í gegnum MyDacia smáforritið, þá hefurðu fulla stjórn með tengdri þjónustu okkar sem veitir þér mikilvægar og hagnýtar upplýsingar.
Wireless smartphone mirroring - Dacia New Media Display
Þráðlaus speglun snjallsíma
Með Android Auto™ og Apple CarPlay™ geturðu tengt snjallsímann þráðlaust, fengið aðgang að uppáhalds öppunum þínum, notið tónlistar og nýtt eiginleika símans – allt á meðan þú heldur augunum á veginum.
Nýtt margmiðlunarkerfi
Njóttu enn fleiri eiginleika með Media Nav Live kerfinu þínu.
Connected navigation - Dacia New Media Nav Live
Tengd leiðsögn
Nýttu þér tengda leiðsögukerfið sem veitir þér rauntíma umferðarupplýsingar og stöðugt uppfærð kort að kostnaðarlausu í 8 ár.
App Store - Dacia New Media Nav Live
App Store
Notaðu App Store til að skoða úrval gagnlegra forrita, vandlega valin af Dacia, á einfaldan og notendavænan hátt.
Arkamys 3D sound system - Dacia New Media Nav Live
Arkamys 3D hljóðkerfi
Njóttu allrar uppáhaldstónlistar þinnar með 3D hljóðkerfinu frá Arkamys®.

Algengar spurningar

Margmiðlunarkerfið
Tengdu snjallsímann þinn og hlustaðu á uppáhaldstónlistina þína. Nýtt Media Display og nýtt Media Nav Live opna fyrir nýjar akstursupplifanir.
Hvernig get ég breytt útlitinu á mælaborðsskjánum?
Þú getur sérsniðið mælaborðsskjáinn þinn (skjáham, upplýsingar) með hnöppunum á stýrinu. Til dæmis geturðu valið einfalt skjáútlit.
Hvernig get ég sérsniðið margmiðlunarkerfið?
Mótaðu upphafsskjáinn þinn eftir þínum þörfum með því að sérsníða 4 flýtileiðir (widgets). Þær veita þér beinan aðgang að uppáhaldsaðgerðum þínum.  

Stilltu flýtileiðir í nokkrum einföldum skrefum:
  • Á aðalskjánum, haltu inni flýtileiðinni sem þú vilt breyta.
  • Veldu nýja flýtileið úr listanum til að setja hana á upphafsskjáinn.
  • Breyttu stærðinni eftir þörfum.
  • Farðu aftur á upphafsskjáinn til þess að vista breytingar.
Hvernig veit ég hvort að uppfærsla sé í boði?
Sjálfvirkt tilkynning lætur þig vita þegar ný útgáfa af New Media Display og New Media Nav Live er fáanleg.
Hvernig uppfæri ég margmiðlunarkerfið?
Margmiðlunarkerfið uppfærist sjálfkrafa um leið og þú samþykkir uppfærsluna sem birtist á skjánum. Engin þörf á að tengja neitt.
Hvernig uppfæri ég HERE kortið með margmiðlunarkerfinu?
HERE kortin uppfærast sjálfkrafa.
Hvernig breyti ég tungumálinu í margmiðlunarkerfinu?
Farðu í your Vehicle úr valmyndinni og veldu Settings. Ýttu svo á System og svo Language og veldu tungumál.
Get ég notað Android Auto™ eða Apple CarPlay™ í bílnum með snjallsímanum mínum?
Kannaðu hvort að síminn þinn sé með Android Auto™ (Android 10 stýrikerfið eða nýrra) eða Apple CarPlay™ (iOS 7,1 stýrikerfið eða nýrra).
Ef þú ert í vafa getur þú haft samband við þjónustuver okkar hér

Hvað á ég að gera ef ég lendi í vandræðum með margmiðlunarkerfið?
Ef þú ert í vandræðum með margmiðlunarkerfið eða ef bilun kemur upp, hafðu samband við þjónustuver okkar í spjallinu hér á síðunni.
Einnig getur þú sent okkur fyrirspurn hér eða haft samband í síma 525 8000.
Tengdar þjónustur
Nýttu alla möguleika tengdrar þjónustu Dacia með nýja margmiðlunarkerfinu.
Hvernig virkja ég innbyggðu þjónustuna mína?
Dacia þjónustuaðili þinn getur sett þetta upp fyrir þig! Tengdar þjónustur þínar eru virkjaðar þegar þú færð nýjan Dacia afhendan. Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við þjónustuver okkar í spjallinu hér á síðunni. 
Einnig er hægt að senda fyrirspurn hér eða hafa samband í síma 525 8000
Hvernig nota ég tengdu þjónustuna?
Sumar þjónustur er hægt að nota beint í margmiðlunarkerfi bílsins. Fyrir aðrar þarftu að hlaða niður My Dacia appinu. Sæktu það á Android eða iOS snjallsímann þinn og búðu til My Dacia reikning.    

Ábending: Til að nota þjónusturnar, vertu viss um að ökutækið þitt sé innan svæðis með nettengingu.
Hvernig kemst ég að því hvort að tengdar þjónustur séu virkar?
Til þess að komast að því hvort að tengdar þjónustur séu virkar: 
  • Skráðu þig inn í My Dacia appið.
  • Tengdu bílinn þinn við My Dacia aðganginn þinn ef það var ekki gert við afhendingu bílsins. 
  • Farðu í Contracts síðuna í My Dacia appinu. Þar getur þú séð stöðuna á þeim þjónustum sem eru í boði.
 Ef bilun kemur upp, vinsamlegast hafið samband við þjónustuver okkar.
Hvernig get ég endurnýjað tengdar þjónustur?
Endurnýjaðu tengda þjónustu þína með snjallsímanum þínum í My Dacia appinu. Fljótlega verður einnig hægt að endurnýja hana í tölvu í gegnum Dacia Connect Store flipann.
Hvernig slekk ég á tengdum þjónustum?
Til að slökkva tímabundið á tengdri þjónustu ökutækisins geturðu stjórnað persónuverndinni með því að aftengja gagnasöfnun.  

Þú getur gert þetta á eftirfarandi hátt:
  • Með því að hafna gagnasöfnun í glugganum sem birtist þegar þú skiptir um notandaprófíl.
  • Með því að fara í stillingar ökutækisins hvenær sem er, velja Network and Internet, og svo Connectivity. Þú getur breytt vali þínu þar.
Get ég notað persónulegan heitan reit (hotspot) til að nota tengda þjónustu mína?
Persónulegur heitur reitur (hotspot) gerir þér kleift að tengjast internetinu með því að deila farsímaneti úr snjallsímanum þínum.
Þú getur einnig notað öpp sem hafa verið sótt úr App Store.
Ef ég nota tengda þjónustu mína, hvaða gögn eru deild með Dacia og HERE?
Þjónusta Dacia og HERE krefst ákveðinna gagna, eins og staðsetningarupplýsinga, til að virka rétt.

Fyrir frekari upplýsingar skaltu lesa persónuverndarstefnu Dacia.

Nánar um skilmála og persónuverndarstefnu Dacia.
Hvað á ég að gera ef ein af tengdu þjónustunum mínum virkar ekki?
Ef tengd þjónusta þín virkar ekki, skaltu fyrst ganga úr skugga um að þú hafir samþykkt gagnadeilingu. Án hennar verða tengdar þjónustur ekki tiltækar.

Til að nota My Dacia fjarþjónustur, vertu viss um að My Dacia reikningurinn þinn sé rétt samstilltur við ökutækið.
Ef vandamálið er viðvarandi, vinsamlegast hafið samband við þjónustuver okkar.    
Hvernig eyði ég gögnum mínum þegar ég sel ökutækið?
Þegar þú selur ökutækið þitt, mundu að eyða persónuupplýsingum þínum. Til að gera þetta þarftu einfaldlega að endurstilla margmiðlunarkerfið úr stjórnandaprófílnum (fyrsta reikningnum sem var búinn til í bílnum) með eftirfarandi skrefum:    
  • Í bílnum, farðu í Settings, svo System og smelltu á Reset valmöguleikann.
  • Ýttu á Restore factory settings svo Reset and restore the factory configuration.
 Mundu líka að eyða ökutækinu úr My Dacia aðganginum með þvi að fylgja eftirfarandi skrefum:
  • Skráðu þig inn á My Dacia aðganginn þinn.
  • Veldu ökutækið sem þú varst að selja.
  • Ýttu á Delete this vehicle.
Umsjón með prófílum
Búðu til aðgang og stjórnaðu margmiðlunarkerfinu og My Dacia appinu fyrir heildstæða og sérsniðna margmiðlunarupplifun.
Þarf ég að búa til notandaprófíl?
Nei, þú þarft ekki að búa til prófíl. Þú getur skráð þig inn sem gestur, sem veitir þér aðgang að flestum þjónustum. Þú getur hinsvegar ekki notað fjarstýrðar þjónustur úr MyDacia appinu nema að vera með tengdan aðgang.
Hvað get ég búið til marga prófíla í margmiðlunarkerfinu?
Þú getur búið til allt að 5 prófíla í margmiðlunarkerfinu.
Hvernig get ég sérsniðið prófílinn minn?
Hægt er að sérsníða prófíla með því að tengja þá við My Dacia aðganga og sækja uppáhalds öppin þín úr App Store.
Hvaða get ég sérsniðið á notandaprófílnum mínum?
Notandaprófíllinn þinn í nýja Media Display og Media Nav Live kerfinu, tengdur við My Dacia reikninginn þinn, veitir þér enn persónulegri upplifun.
  • Leiðsögn: Vistaðu stillingar fyrir leiðsögukerfið og uppáhalds áfangastaðina þína í nýja margmiðlunarkerfinu.
  • Aðgerðir ökutækis: Vistaðu valdar stillingar, eins og hitastig í farþegarými og uppáhalds útvarpsstöðvar.
  • Margmiðlun: Sæktu uppáhalds forritin þín úr App Store og skapaðu akstursupplifun sem hentar þér best.
Get ég notað sömu My Dacia innskráningu fyrir mismunandi prófíla?
Þú getur notað sömu Google-innskráningu fyrir mismunandi openR link margmiðlunarkerfisprófíla. Hins vegar getur aðeins fyrsti prófíllinn sem er búinn til skráð My Dacia reikning.
My Dacia
Allar þínar spurningar varðandi My Dacia tengdar þjónustur.
Hvaða snjallsímar eru samhæfir My Dacia appinu?
Til að nota tengda þjónustu My Dacia appsins þarf tækið þitt að hafa útgáfu stýrikerfis sem er jafnhá eða hærri en:
  • Android 9.0 eða nýrri
  • iOS 14.0 eða nýrri
Hvernig bæti ég ökutæki við My Dacia reikninginn minn?
Opinberi söluaðilinn þinn mun hjálpa þér að samstilla My Dacia reikninginn þinn við ökutækið á afhendingardegi:
  • Farðu í My Dacia appið.
  • Ýttu á “Ökutækja” táknið í vinstra horninu neðst á skjánum.
  • Ýttu á “Add a vehicle” neðst á síðunni.
  • Settu inn VIN númer ökutækisins til þess að bæta honum inn í My Dacia.
Þú getur eytt ökutæki af listanum hvenær sem er.
Hvernig tengi ég ökutæki við My Dacia reikninginn minn?
Söluaðilinn þinn mun hjálpa þér að samstilla My Dacia reikninginn þinn við ökutækið á afhendingardegi:
  • Farðu inn í Dacia bílinn þinn.
  • Gakktu úr skugga um að My Dacia appið sé lokað. 
  • Ökutækið verður bætt við og samstillt við My Dacia reikninginn þinn.
  Athugið: Aðeins einn My Dacia reikningur í einu getur verið tengdur við ökutækið.
Get ég tengt fleiri en eitt ökutæki við My Dacia svæðið mitt?
Já, þú getur tengt fleiri en eitt ökutæki við sama My Dacia reikning. Söluaðilinn þinn mun hjálpa þér að samstilla My Dacia reikninginn þinn við ökutækið á afhendingardegi.   Til að bæta við ökutæki:
  • Farðu inn í Dacia bílinn þinn.
  • Á meðan þú stillir prófílinn, skráðu þig inn með My Dacia aðganginum þínum (netfang og lykilorð). Gakktu úr skugga um að My Dacia appið sé lokað.
  • Ökutækið verður bætt við og samstillt við My Dacia reikninginn þinn.
  Athugið: Aðeins einn My Dacia reikningur í einu getur verið tengdur við hvert ökutæki.

Your dealer will help sync your My Dacia account to your vehicle on the day that it is delivered.
Get ég tengt sama ökutæki við fleiri en einn My Dacia reikning?
Nei, þú getur ekki tengt sama ökutæki við fleiri en einn My Dacia reikning.

ÞJÓNUSTUVER

Ertu með spurningu sem er ekki á listanum hér að ofan?
Síminn okkar er 525-8000.
Opnunartímar eru mán - fös, frá 9:00 til 17:00. Til að spara tíma skaltu hafa skráningu ökutækisins tiltæka og skrá hjá þér útgáfu hugbúnaðarins í kerfinu þínu. Hana er oftast hægt að finna í stillingaskjánum í bílnum. 
Hafa samband
Hafðu samband með því að fylla út fyrirspurnarformið okkar.

Kynntu þér heim Dacia

Dacia range
Dacia bílarnir
Dacia - Maintenance
Dacia ábyrgð