Dacia hugsar stórt með nýjum 5 sæta hybrid SUV. Nútímaleg og straumlínulöguð hönnun undirstrikar sterkan karakter Bigster, á meðan rúmgott og vel búið innanrými tryggir þægilegan akstur á hverjum degi!
155 HÖ
Full Hybrid aflrás
667 L
farangursrými*
10"
2 margmiðlunarskjáir
6
YouClip festingastaðir**
* í lítrum samkvæmt VDA staðli
** Fer eftir útfærslu, allt að 5 festipunktar sem staðalbúnaður og 2 aukalegir festipunktar á höfuðpúða í boði sem aukabúnaður.
Bigster setur ný viðmið í sínum flokki með rúmgóðri hönnun! Hann býður upp á mesta höfuðrýmið, fótarýmið fyrir farþega í aftursætum og allt að 667 lítra farangursrými – nóg pláss fyrir allt sem þú þarft.
Sjálvirk tvískipt miðstöð
Í framsætum geta ökumaður og farþegi stillt sinn eigin hita. Aftursætisfarþegar njóta aukina þæginda með tveimur aðskildum lofttúðum.
Rafdrifinn afturhleri
Settu farangurinn inn og taktu hann út auðveldlega með því að virkja sjálfvirka opnun afturhlerans frá ökumannsrýminu, með handfrjálsa kortinu eða beint á skottlokinu. Þú getur einnig stillt opnunarhæðina, sem er sérstaklega hentugt ef þú ert í bílastæði þar sem hæð er takmörkuð.
Kælir á milli sætanna
Hann er með armhvílu og rúmgott geymsluhólf, auk 8,6 lítra kælihólfs sem heldur drykkjum köldum, jafnvel á löngum ferðalögum.
Rafstillanlegt sæti og mjóbaksstuðningur
Hæð og halli framsæta er rafstýrt, auk þess sem mjóbaksstuðningur fyrir ökumann og farþega er stillanlegur handvirkt.
Fjölhæfur
Glæsileg hönnun og fjölhæfni
YouClip, snjalla aukahlutakerfið
YouClip er nýstárlegt festikerfi (5 festipunktar sem staðalbúnaður, 2 aukalegir í boði sem aukabúnaður) sem gerir þér kleift að festa fjölbreyttan aukabúnað á hentugum stöðum í farþegarými Bigster!
Afturhleri
Þessi auka lýsing er einstaklega hentug þegar þú opnar skottið.
YouClip hliðarfestingar í skotti
Tilvalið til að festa innkaupapoka eða aðra lausa hluti.
YouClip höfuðpúðafesting
Festu auðveldlega upp felliborð eða geymslupoka sem allir farþegar geta notað. YouClip festipunktar, sem fást sem aukabúnaður, bæta við tveimur auka valkostum í ökutækið, einum fyrir hvern höfuðpúða.
Miðstokkur að aftan
Gert til að aftursætisfarþegar njóti einnig þægindanna sem YouClip býður upp á.
Snjallsímahaldari
Frábær leið til að geyma snjallsímann á öruggan hátt og innan seilingar. Í boði með samþættum þráðlausum hleðslubúnaði (fæst í Expression, Journey og Extreme útgáfum).
YouClip festing í miðstokki
Sérlega hentug festing, fullkomin til að hengja upp handtösku eða jafnvel glasahaldara.
Upplifðu einstaka akstursánægju með nýju Hybrid 155 aflrásinni! Með 155 hö og 170 Nm tog skilar vélin krafti og sveigjanleika fyrir daglegan akstur. Þökk sé hagræddri hybrid-tækni minnkar eldsneytisnotkun og CO₂ losun um 4%, sem sameinar afköst og umhverfisvæna aksturseiginleika.
Kynntu þér Media Nav Live, margmiðlunarkerfið okkar með tengdri leiðsögn sem veitir umferðarupplýsingar í rauntíma og uppfærð kort næstu 8 árin. Media Nav Live er parað við Arkamys 3D hljóðkerfið með 6 hátölurum.
Fylgstu með ferða- og eyðsluupplýsingum á 10 tommu skjánum.
10’’ margmiðlunarskjár
Tengdu snjallsímann þinn í gegnum Wi-Fi eða USB tengi og fáðu aðgang að efni þínu á snertiskjánum. Þú getur svo stillt hvaða upplýsingar þú vilt birta.
Arkamis hljóðkerfi
Njóttu tónlistarinnar til fulls með 3D hljóðkerfinu frá Arkamys.
tengd leiðsögn
Daglegar ferðir verða auðveldari með uppfærðum Evrópukortum og rauntímaupplýsingum um umferð.
Bigster er búinn fjölbreyttri öryggis- og aksturstækni nýjustu sem veitir aukin þægindi í akstri og tryggir öryggi þitt og farþega þinna, hvar sem þú ert á ferðinni.Sem staðalbúnaður fylgir meðal annars sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi, umferðarmerkjagreining með hraðaviðvörun, aðvörun við akreinaskipti og akreinastýring.Bigster uppfyllir þannig nýjustu evrópsku öryggisstaðlana.